Sumarstarf í upplýsingamiðstöð á Siglufirði

Fjallabyggð auglýsir laust 50% starf í upplýsingamiðstöð á Siglufirði í sumar.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi til að sinna upplýsingamiðstöðinni á Siglufirði. Upplýsingamiðstöðin heyrir undir menningarnefnd og er staðsett á bókasafni í Ráðhúsinu.  Vinnutími er kl. 11 – 15 og gert er ráð fyrir einhverri helgarvinnu.   Upplýsingamiðstöðin er opin daglega frá 15. maí til 15. ágúst.

Almenn verkefni:

  •         Aðstoð við ferðamenn, eftir því sem við á í síma, tölvu og afgreiðslu varðandi áhugaverða staði, gistingu, samgöngur o.fl.
  •         Almenn tölvuvinna, uppfærsla upplýsinga á heimasíðum og á þjónustulistum, auk samskipta við ferðaþjónustuaðila
  •         Tryggja hlutlausa kynningu á þeirri þjónustu sem boðið er upp á í Fjallabyggð
  •         Svörun íslenskra og erlendra fyrirspurna

Hæfniskröfur:

  •         Stúdentspróf eða mikil reynsla af sambærilegum störfum
  •         Þekking á ferðaþjónustu
  •         Almenn tölvukunnátta
  •         Færni í ensku en önnur tungumálakunnátta er kostur
  •         Vera staðkunnugur á svæðinu.
  •         Hafa góða þjónustulund og vilja til að gera svæðið spennandi fyrir ferðamenn

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 22. apríl nk.

Upplýsingar gefur fræðslu- og menningarfulltrúi, Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, karitas@fjallabyggd.is

Heimild: www.fjallabyggd.is