Starf hjá Sýslumanni á Siglufirði og Dalvík

Starf löglærðs fulltrúa við sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra er laust til umsóknar við skrifstofur embættisins á Siglufirði og Dalvík.

Um er að ræða almenn fulltrúastörf, móttöku og daglegar leiðbeiningar vegna lögfræðisviðs. Gert er ráð fyrir daglegri starfstöð á Siglufirði með reglubundinni viðveru á Dalvík. Í boði eru áhugaverð og fjölbreytt verkefni við ýmsa málaflokka sýslumanna og stjórnsýslu embættisins. Um fullt starf er að ræða og er það laust frá 1. febrúar 2016. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2016.

Nánar má lesa á vef Starfatorgs.is