Starf hafnarvarðar laust í Fjallabyggð

Starf hafnarvarðar við hafnir Fjallabyggðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 12. júní næstkomandi en um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Hafnarvörður annast almenna starfsemi hafnarinnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Hann vinnur að vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga um löndun. Hann vinnur að eftirliti með hafnarsvæðum, umferð um þau og umgengni og vinnur við daglegt viðhald hafnarmannvirkja og búnaðar hafnarinnar. Hann vinnur að öryggismálum hafnarinnar mengunarvörnum og hafnarvernd með öðrum starfsmönnum Fjallabyggðarhafna.

Nánari upplýsingar um starfið má finna á fjallabyggd.is