Dalvíkurbyggð leitar eftir einstaklingi í 100% starf forstöðumanns safna í Dalvíkurbyggð. Um er að ræða tímbundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.  Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi og rekstri safna sveitarfélagsins; bókasafni, héraðsskjalasafni, byggðasafni auk upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2019.

Umsóknum skal skila til sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs á netfangið hlynur@dalvikurbyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir jafnframt Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála í síma 460-4916 eða sama netfangi og getið er að ofan.