Stærstu umferðartoppar í Héðinsfjarðargöngum liðnir

Stærstu umferðartopparnir í mælingum í Héðinsfjarðargöngum þetta árið eru líklega liðnir. Stærstu helgarnar yfir sumartímann eru vanalega Pæjumótið á Siglufirði, Nikulásarmótið á Ólafsfirði, Þjóðlagahátíð á Siglufirði og Síldarævintýrið á Siglufirði.

Umferðin þessa helgina var eftirfarandi:

  • Héðinsfjarðargöng, föstudagurinn 24. ágúst, 673 bílar, 25. ágúst 569 bílar.
  • Siglufjarðarvegur, föstudagurinn 24. ágúst, 285 bílar, 25. ágúst 252 bílar.
  • Ólafsfjarðarmúli, föstudagurinn 24. ágúst, 715 bílar, 25. ágúst 646 bílar.