Stærsti útskriftarhópurinn úr MTR til þessa

Það voru 31 nemandi sem útskrifuðust úr Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Um er að ræða langstærsta hóp sem brautskráðst hefur frá skólanum en samtals eru 97 nemendur útskrifaðir frá upphafi.

Í þessum hópi brautskráðust 12 af félags- og hugvísindabraut, fimm af íþróttabraut, fimm af náttúruvísindabraut, fimm af starfsbraut og fjórir af listabraut. Nemendur á vorönn voru um 230. 43% nemenda voru úr Fjallabyggð en 13% frá Dalvík.

mtr-utskrift15Mynd: mtr.is/GK.