Stækkun leikskólans á Siglufirði lokið

Í vikunni var formlega tekin í notkun viðbygging við leikskólann Leikskála á Siglufirði.  Ávarp fluttu Olga Gísladóttir leikskólastjóri, Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Steinunn María Sveinsdóttir formaður bæjarráðs.
Af þessu tilefni bárust leikskólanum nokkrar gjafir;
– Kvenfélagið Von gaf flettisófa, 6 matarstóla, myndavél og ipad.
– Bettýarsjóður gaf 450.000 krónur til leikfangakaupa og
– foreldrafélag Leikskála gaf flettisófa og hitamæli.

Laugardaginn 12. nóvember verður leikskólinn opinn frá klukkan 13:00-16:00. Þá gefst fólki kostur á að skoða húsnæði leikskólans.

Í byrjun febrúar 2016 sl. var samið við Berg ehf um að taka að sér verkið sem fólst í að byggja við núverandi leikskóla tvær leikskóladeildir, samtals 267 m2 og gera breytingar i eldra húsnæði sem fólust í endurbótum á starfsmannaaðstöðu og uppsetningu á loftræstikerfi fyrir allt húsið.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 122.519.995 kr. Í útboði var gert ráð fyrir að verkið myndi klárast fyrir opnun skólans í ágúst eða eftir sumarfrí. Berg ehf skilaði inn frávikstilboði upp á 127.551.000 kr. miðað við skil á verki þann 10. október sem er 104,1% af kostnaðaráætlun.

26898665512_51d32eb801_z
Frá framkvæmdum í vor.