Stækkun leikskólans á Siglufirði boðin út

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í viðbyggingu og endurbætur á leikskólanum Leikskálar við Brekkugötu 2 á Siglufirði. Verkið felst í að byggja við núverandi leikskóla tvær leikskóladeildir, samtals 267 m2 og gera breytingar i eldra húsnæði sem felast í endurbótum á starfsmannaaðstöðu og uppsetningu á loftræstikerfi fyrir allt húsið.

Verklok eru 15. ágúst 2016.

Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði þriðjudaginn 12. janúar 2016, eftir kl. 13:00 gegn gjaldi kr. 5.000,-. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24 á Siglufirði, fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Allar nánari upplýsingar veitir Ármann Viðar Sigurðsson, Deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, sími: 464-9100.

Leikskálar (Medium)Texti: fjallabyggd.is