Strætóskýli á Siglufirði rúmar ekki lengur öll þau skólabörn sem fara með skólabílnum til Ólafsfjarðar á morgnanna og þarfnast stækkunnar. Öll börnin fá ekki skjól í skýlinu þegar illa viðrar og er það óásættanlegt. Vökull íbúi í Fjallabyggð benti yfirvöldum nýlega á þetta, og telur skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar að stækka þurfi biðskýlið og hefur erindinu verið vísað til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.