Stækka þarf leikskólann á Siglufirði vegna fjölda barna

Leikskólinn Leikskálar á Siglufirði rúmar ekki lengur starfsemina og þarf því að grípa til aðgerða sem fyrst. Umsóknir um leikskólapláss hefur fjölgað mjög umfram væntingar og skýrist þessi fjölgun af jákvæðri íbúaþróun á Siglufirði. Leikskólastjórar telja raunhæfasta kostinn að að setja upp lausa kennslustofu á lóð leikskólans til að bregðast við vandanum.

Fjallabyggð mun leita eftir lausri kennslustofu til leigu til skemmri tíma, meðan ákvörðun er tekin um framhaldið.