Ákveðið hefur verið að ráðast í viðbyggingu við Lyfjafyrirtækið PharmArctica á Grenivík. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið einstaklega vel undanfarið ár og skortur á rými er farinn að hamla starfseminni. Lyfjafyrirtækið hóf vinnslu 2003 og vinna þar níu manns, þar af einn lyfjafræðingur, einn líffræðingur og einn líftæknir.

PharmArctica framleiðir lyf, snyrtivörur og fæðubótarefni svo eitthvað sé nefnt en hefur einnig tekið að sér í verktakavinnu að framleiða, fylla á og pakka vörum fyrir önnur fyrirtæki. Að sögn Sigurbjarnar Jakobssonar framkvæmdarstjóra PharmArctica munu framkvæmdir við viðbygginguna hefjast með vorinu.

Nánari upplýsingar um lyfjafyrirtækið PharmArctica og vörur þess er að finna á heimasíðu fyrirtækisins http://www.pharma.is