Til stendur að stækka Hótel Reykjahlíð í Skútustaðahreppi en hótelið stendur við Mývatn. Áætlað er að byggja til suðurs og norðurs, eða um 2000 fermetra, einnig mun lóðin stækka úr 0,59 hektara í 0,81 hektara. Byggingin er vatnsmegin við þjóðveg 1 og um 30 metra frá vatnsbakka og er innan verndarsvæðis Mývatns. Húsið var byggt árið 1947. Með þessari viðbyggingu er gert ráð fyrir aukningu á gistirýmum í háum gæðaflokki í Skútustaðahreppi.

Hótel Reykjahlíð er núna með 9 herbergjum og veislu sal fyrir 30 manns.

hotel-reykjahlidMynd frá vef Hótel Reykjahlíðar.