Staðan varðandi covid á Norðurlandi eystra hefur aðeins batnað síðustu daga. Alls eru 160 í einangrun með covid á öllu Norðurlandi og 529 í sóttkví. Alls eru 500 í sóttkví á Akureyri í póstnúmerum 600-607. Enginn smit eru í Fjallabyggð og þar enginn í sóttkví eins og staðan er í dag. Í Dalvíkurbyggð eru 3 í sóttkví og 1 í einangrun. Þá eru 18 í sóttkví á Húsavík og 21 í einangrun.