Í næstu viku fær HSN senda 480 skammta af Pfizer bóluefninu sem verður nýtt til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig starfsmenn sem eftir eru inn á hjúkrunar og dvalardeildum og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn sem eru inn á heilbrigðistofnunum bólusettir. Einnig er gert ráð fyrir að byrja með bólusetningar á slökkviliðsmönnum og vonandi klára þær í vikunni eftir páska.
Vakin er athygli á því að sóttvarnarlæknir hefur ákveðið að Astra Zeneca bóluefnið skuli fara í eldri aldurshópana. En við munum fá tæpa 1100 skammta af Astra Zeneca bóluefninu í næstu viku sem verður nýtt til að bólusetja eldri íbúa og gerum við ráð fyrir að ná að bólusetja niður í árgang 1948 og jafnvel byrja á árgangi 1949.
Við biðjum fólk vinsamlegast að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvar HSN vegna fyrirspurna um bóluefni. Treysta verður því sem sóttvarnarlæknir boðar og bendum við á upplýsingar sem finna má á síðum Embætti landlæknis og lyfjastofnunar. Ef fólk ákveður að þiggja ekki ákveðið bóluefni þá fer það aftast í röðina.
Á Akureyri fer seinni bólusetning þeirra sem fengu fyrri bólusetninguna 2. og 9. mars fram mánudaginn 29. mars. Mikilvægt er að fólk mæti í þessa seinni bólusetningu og biðjum við fólk og aðstandendur þeirra að vera vakandi fyrir sms skilaboðum með boð um bólusetningu. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina 29. mars milli kl. 13-15.
Á Akureyri fer fram bólusetning þeirra sem ekki hafið bólusetningu í árgöngum 1942-1948 fram þriðjudaginn 30. mars. Boð munum berast nú um helgina með sms skilaboðum. Fólk sem fætt er í þessum árgöngum og hefur ekki farsíma og fær því ekki boð með sms er beðið um að mæta í bólusetningu á slökkvistöðina 30. mars milli kl. 9-13
Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum árgöngum og hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.
Þetta kemur fram á vef hsn.is.