Staða sóknarprests í Glerárprestakalli laus til umsóknar

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020. Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna“ um val og veitingu prestsembætta“. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Glerárprestakalls kýs prest úr hópi framangreindra umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur „um val og veitingu prestsembætta“. Báðum þessum nefndum er veittur tímabundinn rafrænn aðgangur að umsóknum og fylgigögnum með þeim.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. desember 2019.