Staða sálfræðings í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hafa auglýst til umsóknar 100% stöðu sálfræðings með aðsetur á Dalvík eða í Fjallabyggð. Starfsstöðvar verða á heilsugæslustöðvunum í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð og í skólum sveitarfélaganna.
Í boði er fjölbreytt starf sem skiptist þannig að 50% staða er við HSN og 50% staða skiptist á milli sveitarfélaganna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Greining og meðferð algengustu geðraskana
Þátttaka í meðferðarteymi HSN
Samstarf við mæðra og ungbarnavernd HSN
Frumgreiningar og sálfræðistörf við skóla og félagsþjónustu Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Aðkoma að barnaverndarmálum í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð

Nánari upplýsingar má finna á Starfatorg.is.