Spurningaleikur hjá Golfklúbbi Siglufjarðar

Golfklúbbur Siglufjarðar ætlar að vera með spurningaleik í boði Skjásins og Skjárgolf á heimasíðu klúbbsins.

Næstu fjóra föstudaga verður sett inn spurning á síðuna gks.fjallabyggd.is og verður dregið úr réttum svörum helgina 14. – 15. júlí og úrslit tilkynnt í síðasta lagi mánudaginn 16. júlí.

Þrír fyrstu sem senda inn rétt svör við hverri spurningu fá tvo “miða” í pottinn, það er því mikils virði að fylgjast með á vefsíðu klúbbsins á föstudögum. Hver einstaklingur fær þó bara einu sinni aukamiða og getur því mest verið með 5 miða í pottinum.

  • Spurningin mun ekki koma alltaf inn á sama tíma á föstudegi.
  • Í verðlaun verða þrjár 3ja mánaða áskriftir af Skjárgolf.