Í kvöld var keppt í sprettgöngu á Bikarmóti SKÍ á Ólafsfirði. Hringurinn var nokkuð óhefðbundinn þar sem brekkur voru frekar bratttar upp og svig og krappar beygjur sem reyndu vel á keppendur. Færið var ekki hagstætt í brautinni, þar sem snjórinn var mjög laus og grófst mikið, sem gerði það að verkum að nokkuð var um að keppendur stóðu ekki í lappirnar sem gerði keppnina enn meira spennandi.

Fjöldi fólks var mætt til að horfa á keppnnina og stemningin góð. Á morgun, laugardag hefst svo keppni kl 11:00 með hefðbundinni aðferð hjá 13-16 ára og svo er sjálf Fjarðargangan kl. 13:00.  Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Úrslitin má sjá hér:

Sprettganga

Heimild: http://skiol.fjallabyggd.is/