Spennandi verkefnastjórastaða í Skagafirði

Stjórnsýslu- og fjármálasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum.  Verkefnastjóri vinnur meðal annars að skilgreindum verkefnum fyrir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd með það að markmiði að þróa áfram ákveðin verkefni sem eru vel fallin til þess að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í Skagafirði. Auk þess tekur verkefnastjóri þátt í öðrum verkefnum undir stjórn sviðsstjóra og næsta yfirmanns.

Um 100% starf er að ræða frá 1. september 2014. Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2014.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, með því að senda fyrirspurn á netfangið astap@skagafjordur.is, eða í síma 894-8961.

Fréttin öll á Skagafjörður.is