Spennandi starf í Fjallabyggð

Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Fjallabyggðar

Fjallabyggð óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling til starfa.  Íþrótta- og tómstundafulltrúi er yfirmaður starfsmanna sundlauga, íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðva og sér um önnur málefni er tengjast íþrótta- og tómstundamálum.

Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði 580 eða Ólafsvegi 4, Ólafsfirði 625, eigi síðar en föstudaginn 26. júlí 2013.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri  í síma 464 -9100, netfang sigurdur@fjallabyggd.is
eða Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri fjölskyldudeildar, hh@fjallabyggd.is.

Nánari upplýsingar um starfið hér.