Sparisjóður Siglufjarðar bauð nemendum upp á leiksýningu

Í lok síðustu viku bauð Sparisjóður Siglufjarðar nemendum í 1. – 4. bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar uppá leiksýninguna Bjálfansbarnið frá Kómedíuleikhúsinu. Leikritið segir frá nokkrum af jólasveinum Grýlu, sem koma frá Vestfjörðum, og hafa ekki enn fengið að njóta sín í mannheimum. Þeir bera undarleg nöfn s.s. Langleggur, Lækjarræsir, Refur, Froðusleikir og Bjálfansbarnið og hegða sér svolítið sérkennilega eins og bræður þeirra.

Heimild: www.fjallaskolar.is