Sparisjóður Siglufjarðar 140 ára

Í dag 1. janúar 2013 er Sparisjóður Siglufjarðar 140 ára og er sjóðurinn elsta starfandi peningastofnun landsins.

Í tilefni af afmælinu verður opið hús í starfsstöðvum sjóðsins að Aðalgötu 34 og Túngötu 3 á Siglufirði fimmtudaginn 3. janúar frá kl. 10:00 til 15:30.

Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir.