Spænskunámskeið á Dalvík

Námskeið ætlað þeim sem vilja ná undirstöðu í spænsku. Á námskeiðinu er lögð jöfn áhersla á ritun, lestur, hlustun og talæfingar. Megináherslur námskeiðsins eru samræður í daglegu lífi, að skilja og gera sig skiljanlegan. Skemmtilegir tímar sem gefa innsýn inn í menningu spænskumælandi þjóða. Stuðst verður við fjölbreytilegt námsefni kennarans. Möguleiki er á framhaldsnámskeiði á komandi vori. 

Lengd: 20 klst.
Námsmat: Munnleg endurgjöf kennara
Kennari: Berglind Rós Karlsdóttir
Hvar: Námsverið á Dalvík
Hvenær: Þriðjudaga og fimmtudaga 1.- 24. okt. kl. 19:00-21:30.
Verð: 31.000 kr.