Spá um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði

Lagðar hafa verið fram upplýsingar frá Verkfræðistofu Siglufjarðar til Hafnarstjórnar Fjallabyggðar varðandi hækkunar á sjávarborði í Fjallabyggð. Núverandi hækkun sjávar mælist um 1.5 mm á ári samkvæmt gögnum Siglingastofnunar. Meðalsig fyrir báða byggðarkjarna er um 3.4 mm á ári.

Greinargerðin var unnin til að mynda umræðugrunn fyrir ákvarðanir í vinnu við aðalskipulag Fjallabyggðar.
Leggja þarf áherslu á að við hönnun mannvirkja í Fjallabyggð á næstu árum þurfi að gæta að hæðarsetningu m.t.t. landsigi og hækkun sjávar.