Spá norðanhreti og snjókomu til fjalla

Spáð er nokkru norðanhreti og snjókomu til fjalla frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn. Mest snjóar í fjöll á annesjum einkum í Víkurskarði. Einnig á hringveginum um Fljótsheiði og Mývatnsheiði austur um á Möðrudalsöræfi.  Á láglendi norðanlands  verður hiti ofan frostmarks og reiknað með krapa eða snjó ofan 200-300m. Öxnadalsheiði og Þverárfjall virðast sleppa að mestu, en þar getur gert snjóföl og hálku. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar í kvöld.