Veðurstofa Íslands vekur athygli á að í nótt og á morgun ganga skil yfir landið með stífri norðanátt og mikilli úrkomu.
Á morgun má búast við mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum. Því getur skapast flóða- og skriðuhætta á þessum slóðum. Í aðstæðum sem þessum er ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni, t.d. á Tröllaskaga.
Veðurstofan og almannavarnadeildin beina þeim tilmælum til almennings á þessum stöðum að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir. Veðurstofan spáir 83 mm úrkomu á Siglufirði á laugardag og 64 mm í Ólafsfirði.

Siglufjörður