Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga segir nei við ofbeldi gegn konum

Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis.

Bæði konur og karlar verða fyrir kynbundnu ofbeldi en konur og stúlkur eru samt yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem verða fyrir slíku ofbeldi. Stöndum saman um að rjúfa þagnarmúrinn um kynbundið ofbeldi. Í ár beinist athyglin að stafrænu kynbundnu ofbeldi eða ofbeldi á netinu.

Af þessu tilefni munu Soroptmistar um allt land selja appelsínugul blóm, kerti  eða annan varning og skrifa greinar í blöð. Byggingar í heimabyggð klúbba verða lýstar upp í roðagylltum lit og einnig sendiráð Íslands víða um heim.

 

Í tilefni þessa átaks vill Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga fá í lið með sér alla íbúa til að taka undir orð okkar:  Við segjum nei við ofbeldi. Við verðum minnt á átakið með roðagyllingu bygginga, sölu á appelsínugulum kertum og dreifingu á ljósakrukkum til margra fyrirtækja .

Af þessu tilefni munu Soroptmistar á Íslandi  styrkja Kvennaathvörf og  Kvennaráðgjöfina.

 Soroptimistaklúbbur Tröllaskaga.

Texti:Aðsend tilkynning