Föstudagskvöldið 11. nóvember munu Daníel Pétur, Eva Karlotta og Þórarinn Hannesson heiðra söngvaskáld heimsins með því að flytja lög og texta ýmissa snillinga á þessu sviði. Gleðin verður á barnum Kveldúlfi  á Siglufirði og hefst kl. 21.00 en húsið opnar kl. 20.00 og Vertinn ætlar að bjóða upp á jólabjór á tilboði.
Söngfuglarnir þrír munu meðal annars flytja lög eftir Bob Dylan, Cat Stevens, Tracy Chapman, Roger Whittaker, John Denver, Cheryl Chrow, Bob Marley, Otis Redding, Dolly Parton og fleiri erlendra söngvaskálda og svo einhver frá íslenskum höfundum einnig eins og Bubba, Megasar, Harðar Torfa og KK.
Enginn aðgangseyrir. Húsið opnar kl. 20.00 – Tónleikar kl. 21.00.
Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon/ Héðinsfjörður