Söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans á Sauðárkróki föstudaginn 5. febrúar 2021. Keppendur voru alls 12 og fluttu 10 lög. Keppninni var streymt beint yfir netið.
Hlutskörpust í fyrsta sæti var Rannveig Sigrún Stefánsdóttir með lagið „Used to be Mine“ eftir Söru Bareilles. Í öðru sæti voru Íris Helga Aradóttir og Óskar Aron Stefánsson með lagið „What are Words“ eftir Chris Medina. Í þriðja sæti var Jóhann Smári Reynisson með lagið „On My Own“ eftir Frances Rufelle.
Þau Eysteinn Guðbrandsson og Herdís Eir Sveinsdóttir voru kynnar á keppninni.
Á meðan dómnefndin réð ráðum sínum flutti Ása Svanhildur Ægisdóttir tvö lög og Óskar Aron brá sér í gerfi „Sunnu“ og flutti með tilþrifum lagið „Tvær úr Tungunum“.
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sá um að stjórna ljósum og Sigfús Arnar Benediktsson stjórnaði hljóðinu. Árni Gunnarsson og nemendur í kvikmyndagerð í FNV sáu um upptöku og streymi.
May be an image of 1 einstaklingur, standing, playing a musical instrument og innanhúss
May be an image of 1 einstaklingur, standing, playing a musical instrument og innanhúss