Söngkeppni framhaldsskóla á Norður- og Austurlandi

Sjö framhaldsskólar á Norður- og Austurlandi, sem sögðu sig frá hinni hefðbundnu Söngkeppni framhaldsskólanna, halda nú eigin keppni í Hofi á Akureyri laugardaginn 16. apríl kl. 20:00. Mikill styrr stóð um keppnina að þessu sinni vegna nýrra reglna um að allir framhaldsskólar sem hygðust vera með greiddu þátttökugjald, en einungis yrðu valdir 12 skólar til þátttöku í sjónvarpi. Af þvi leiddi að þessir sjö skólar sögðu sig frá keppninni, og halda nú sérstaka söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi.

Skólarnir eru:  Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Menntaskólarnir tveir á Akureyri, MA og VMA, Framhaldsskólinn á Laugum og Framhaldsskólinn á Húsavík auk Verkmenntaskóla Austurlands. Miðaverð er 3000 kr.

Heimild: ma.is