Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra

Söngkeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar síðastliðinn, fyrir fullu húsi áhorfenda.  Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda. Frá þessu er greint á vef fnv.is.

Í fyrsta sæti varð Einar Örn Gunnarsson með lagið Bed of Roses. Í öðru sæti var Ásbjörn Waage með lagið Strutter og í þriðja sæti urðu flytjendurnir Malen Áskelsdóttir og Bjarkey Birta Gissurardóttir með lagið Russian Roulette.

Dómarar kvöldsins þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sólveig Fjólmundsdóttir og Kristján Valgarðsson sáu ástæðu til að veita viðurkenningu utan hefðbundinna verðlauna fyrir listamann kvöldsins.  Þann heiður hlaut Hákon Magnússon Hjaltalín fyrir flutning sinn á laginu Working Class Hero.

Kynnar kvöldsins voru þær Matthildur Kemp Guðnadóttir og Elín Sveinsdóttir.

Mynd: fnv.is