Undankeppni söngkeppninnar Samfés fyrir Norðurland fór fram 27. janúar síðastliðinn á Dalvík. Félagsmiðstöðvar á Norðurlandi mættu með sín atriði og tóku þátt í dansleik. Þrettán söngatriði voru skráð til leiks og kepptu um þau fimm sæti sem voru í boði í Söngkeppni Samfés sem verður 25. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Um 400-500 ungmenni úr 8-10 bekkjum á Norðurlandi voru á svæðinu.