A cappella sönghópurinn Olga mun halda tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 6. ágúst  kl. 20:00.  Í Olgu eru fimm ungir menn sem stunda tónlistarnám við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi.  Þeir eru allir í söngnámi hjá Jóni Þorsteinssyni.
Bjarni Guðmundsson syngur fyrsta tenór, Haraldur Sveinn Eyjólfsson annan tenór, Gulian van Nierop og Pétur Oddbergur Heimisson syngja fyrsta bassa og Philip Barkhudarov syngur annan bassa. Á efnisskránni verða íslensk, ensk, þýsk og rússnesk söng- og þjóðlög.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir nema, börn 6-12 ára og ellilífeyrisþega en kr. 1500 fyrir aðra. Ókeypis fyrir börn yngri en 6 ára. Stelpur og konur sem bera nafnið Olga fá frítt á tónleikana.

Hægt er að hlusta á tóndæmi hér.