Sölvi Sölvason bauð lægst í aðstöðuhús við tjaldsvæðið í Ólafsfirði

Fjallabyggð bárust fjögur tilboð í verkið um byggingu aðstöðuhúss við tjaldsvæðið í Ólafsfirði. Tvö tilboð komu til greina sem voru bæði rétt yfir áætlun, eitt reyndist ógilt og annað langt yfir kostnaðaráætlun. Sölvi Sölvason bauð aðeins lægra en L7 ehf og hefur því bæjarráð Fjallabyggðar samþykkt að taka því tilboð.
Tilboðin sem bárust:
Sölvi Sölvason bauð  23.831.901 kr.
L7 ehf. bauð 23.965.736 kr.
Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðar upp á 23.256.140 kr.