Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar

Ferðafélag Siglufjarðar bíður upp á Sólstöðugöngu föstudaginn 22. júní.

Rúta inn að Mána. Gengið inn Mánárdalinn upp í Dalaskarð og út Leirdali. Hægt er að ganga upp á Hafnarhyrnu (687 m). Gengið er niður í Hvanneyrarskál og líkur göngunni með kjötsúpu þegar komið er í Siglufjörð. Verið vel klædd og takið með nesti. Munið eftir myndavél.

  • Verð: 1500 kr. Frítt fyrir Ferðafélagsmeðlimi og börn. Rúta er innifalin í verðinu.
  • Brottför frá Ráðhústorgi klukkan 21.30. Göngutími 4–5 klst.

Ljósmynd: Héðinsfjörður.is