Hin árlega Sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar verður föstudaginn 21. júní. Farið með rútu kl. 21:30 frá Ráðhústorgi. Ekið inn að Mánárdal, gengið inn dalinn, upp í Dalaskarð og út Leirdali. Mögulega verður gengið á Hafnarhyrnuna fyrir þá sem vilja, 687 m og svo niður í Hvanneyrarskál.  Afar skemmtileg ferð í miðnætursólinni. Frítt fyrir börn og þá sem eru í FS. Nánari upplýsingar veitir Halldór í síma: 897-9707.

  • Kjötsúpa í boði Sparisjóðs Siglufjarðar að lokinni göngu.
  • Verð 1.500 kr. Rúta er innifalin í verðinu.
  • Göngutími 4–5 klst.