Geislar sólarinnar ná niður í byggð á Siglufirði í dag, sunnudaginn 28. janúar og því ber að fagna. Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg verður með fjáröflun fyrir barnastarf félagsins í golfskálanum í Skarðsdal.
Þar verða seldar ljúffengar sólarpönnukökur og hægt verður að setjast niður og fá sér kaffi og kakó. Fjölmennum í skálann og fögnum deginum saman.
Ef veður og færi verða í lagi verður belgjabrautin opin og skíðagönguspor.
Vinsamlegast athugið að greiða þarf með reiðufé, þar sem enginn posi er á staðnum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá SSS.