Sól og gleði á 17. júní í Ólafsfirði

Dagurinn var haldinn hátíðlegur í Ólafsfirði og er löng hefð fyrir því að halda vel upp á þjóðhátíðardaginn þar í firðinum. Bjarni Grétar Magnússon liðsmaður vefsins var á svæðinu og fangaði stemninguna í miðbæ Ólafsfjarðar í dag. Gunnar Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar hélt hátíðarræðu og Fjallkonan ávarpaði viðstadda. Þá voru hoppukastalar, tónlistaratriði og fleira fyrir börnin við menningarhúsið Tjarnarborg. Dagurinn var bjartur og sólin skein fram eftir degi. Einn af vinsælustu viðburðunum er stærasta vatnsrennibraut landsins, sem er skíðastökkpallurinn í Ólafsfirði, en þar er gerð löng rennibraut fyrir ofurhuga.

Ljósmyndir: Bjarni Grétar Magnússon