Sögusetur Bakkabræðra opnar á Dalvík á næsta ári

Sögusetur Bakkabræðra mun opna á Dalvík vorið 2014. Kristín Aðalheiður Símonardóttir hefur unnið að hugmyndinni í sex ár en hún opnaði einnig síðastliðið sumar kaffihúsið GísliEiríkurHelgi ásamt Bjarna Gunnarssyni. Sögusetrið mun deila húsi með Leikfélagi Dalvíkur en þar er einnig kaffihúsið.  Setrið verður opið allt árið en annatíminn verði frá apríl til október, á þeim tíma sem mest er um ferðamenn en minna um starf hjá leikfélaginu.

Tilgangur félagsins er rekstur söguseturs um Bakkabræður og safns sem tengjast sögum Bakkabræðra sem og veitingarekstur og smásala.  Kaffihús sem er hluti af sögusetrinu var opnað í ágúst.