Sögudagur á Sturlungaslóð 20. ágúst

Árlegur sögudagur félagsins á Sturlungaslóð verður laugardaginn 20. ágúst.

Dagskráin hefst í Miklabæjarkirkju kl 13:00 þar sem Sigríður Sigurðardóttir verður með erindi um stórbýlið Miklabæ og flutt verður tónlistaratriði. Þaðan verður farið á Örlygsstaði þar sem sögumaður tekur á móti gestum.

Við Örlygsstaði verður dagskrá fyrir börn.

Kl 16:00 verður farið í gönguferð að Fosslaug ofan við Reykjafoss í Svartá. Mæting er sunnan við aðstöðuhúsin á Vindheimamelum.

Dagskrá dagsins er ókeypis.

Ásbirningablót hefst í Héðinsminni í Blönduhlíð kl 20:00 þar sem boðið verður upp á kræsingar að hætti miðaldamanna ásamt skemmtiatriðum. Veislustjóri er Agnar Gunnarsson og fram koma m.a. Nanna Rögnvaldardóttir, Björn Björnsson og Kristín Halla Bergsdóttir. Miðapantanir á blótið eru í Hótel Varmahlíð í síma 453 8170 fyrir kl 22:00 föstudaginn 19. ágúst. Verð 5.700 kr

www.sturlungaslod.is