Sögðu upp rekstrarsamningi í Miðgarði í Skagafirði

Gullgengi ehf. hefur sagt upp rekstrarsamningi menningarhússins Miðgarðs í Skagafirði.  Óskað er eftir að losna frá og með 1. október 2021. Uppsagnarfrestur samkvæmt samningi er 6 mánuðir en finnist rekstraraðili fyrir þann tíma er hægt að verða við óskum Gullgengis að losna undan samningi fyrr.

Reksturinn verður auglýstur að nýju.

Menningarhúsið Miðgarður var opnað formlega með veglegri opnunarhátíð í byrjun Sæluviku árið 2009. Þetta fornfræga félagsheimili hefur tekið stakkaskiptum og er aðstaða hússins nú öll hin glæsilegasta.

Lorem ipsum