Fyrir tæpum mánuði hlupu nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólympíuhlaupi ÍSÍ en í byrjun síðustu viku var komið að því að afhenda styrki sem söfnuðust með áheitum í hlaupinu. Nemendur grunnskólans hlupu samtals 715 kílómetra og söfnuðu 888.750 krónum sem skiptust milli þriggja verðugra málefna í Fjallabyggð.
Helmingur upphæðarinnar rann í styrktarsjóð fyrir fjölskyldu Elvíru Maríu Sigurðardóttur og hinn helmingurinn skiptist á milli þeirra Sigurbjörns Boga Halldórssonar og Noah Maricato Lopes.
Sigurbjörn og Noah komu til að veita styrknum viðtöku ásamt Katrínu Unusystur Elvíru sem tók á móti styrknum fyrir hönd fjölskyldunnar.
Styrkþegarnir buðu síðan nemendum upp á kökur í eftirrétt.