Kaldbaksferðir verða með snjótroðaraferðir upp á Grenivíkurfjall annan dag páska (1. apríl nk.) í boði Grýtubakkahrepps. Farið verður af plani við Grenjá og er mæting rétt fyrir kl. 13. Troðararnir verða með ferðir frá kl. 13 – 16 eða eftir þörfum. Fólk er vinsamlega beðið að taka með sér búnað, þ.e. skíði, bretti, þotur og þess háttar einnig væri gott að taka með sér smá nesti.

Heimild:  www.grenivik.is