Skíðasvæðið á Siglufirði vinnur nú hörðum höndum að troða niður 60-100 cm af snjó sem hefur komið síðustu daga í fjallið. Lokað hefur verið alla daga í vikunni nema á mánudaginn síðasta vegna veðurs. Í dag hafa þeir verið að troða snjóinn og stefna að því að opna á morgun, laugardaginn 21. janúar. kl. 11 og hafa opið til 16. Þá hefur staðið yfir vinna við að moka Skarðsveginn upp að Skíðaskálanum en mikill snjór hefur komið þar niður alla vikuna.
Hægt er að sjá vefmyndavélina úr Fjallinu hér.
Opnunartímar 2012 Gjaldskrá 2012
Mánud: 14-19 | Virkir dagar | Helgar | Vetrarkort | ||
Þriðjud: Lokað | Fullorðnir | 1500 | 1800 | 15000 | |
Miðvikud: 16-20 | Börn | 500 | 700 | 7000 | |
Fimmtud: 16-20 | Fullorðnir ½ dag | 1000 | 1300 | – | |
Föstud: 14-19 | Börn ½ dag | 400 | 500 | – | |
Laugard: 10-16 | Hjón | – | – | 28000 | |
Sunnud: 10-16 |