Kostnaður við snjómokstur í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2019 var tæplega 38 milljónir króna. Kostnaður vegna ársins 2020 er kominn í tæplega 28 milljónir króna, sem er töluvert umfram fjárhagsáætlun ársins.
Mikið hefur snjóað í vetur á Norðurlandi og hafa flest sveitarfélög þurft að eyða miklu fjármunum í snjómokstur og hálkuvarnir.