Snjóframleiðsla hafin á Skíðasvæði Dalvíkur

Snjóframleiðsla hófst á laugardaginn á Skíðasvæðinu á Dalvík og er það í fyrsta skiptið á þessum vetri. Í vetur eins og síðustu ár hefur félagið fengið til liðs við sig fjölmörg fyrirtæki sem borga alla snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í vetur. Þau fyrirtæki sem þegar hafa ákveðið að styrkja verkefnið eru:
Samkaup, Samhentir kassagerð, Norfish, Fosshótel, VIS, Promens, Katla, Húsasmiðjan, Sportferðir, Tréverk, Samskip, Slippurinn Akureyri, N4, Norðurströnd.

Á svæðinu eru tvær lyftur, neðri lyftan er af gerðinni Leitner og er 700 metra löng. Beint í framhaldi af henni er lyfta af gerðinni Doppelmayer og er hún 500 metra löng, samtals 1.200 metra langar og fallhæðin er 322 metrar.
Einn snjótroðari sinnir daglegri troðslu á svæðinu og er annar til taks á álagstímum. Ný lýsing er á svæðinu, um 1.200 metra löng brekka er lýst. Snjóframleiðsla er á neðri hluta skíðasvæðisins.

Ákveðið hefur verið að bjóða þeim sem vilja standa vaktir yfir snjókerfinu jafnvirði vetrarkorts fyrir börn. Þeir sem hafa áhuga á að standa vaktir eru beðnir að hafa samband við Sigtrygg í síma 8663344 / 4661010.

Hægt er að sjá Vefmyndavél af svæðinu hér.