Snjóframleiðsla hafin á Dalvík

Snjóframleiðsla er hafin á Skíðasvæðinu á Dalvík í fyrsta skiptið á þessum vetri. Framleitt verður á meðan aðstæður verða góðar en hver sólahringur kostar um 100.000 krónur. Um 4-6 sjálfboðaliðar úr félaginu koma að framleiðslunni þegar að hún er í gangi.

Ýmis fyrirtæki styrkja Skíðafélag Dalvíkur um þessa framleiðslu að fullu en án þeirra væri þetta ekki mögulegt.  Þetta eru fyrirtæki eins og Samerji, KEA, Samhentir kassagerð, Norfish, Eimskip, Katla, Sportferðir, Samskip og Slippurinn Akureyri.