Snjóflóð lokar veginum um Ólafsfjarðarmúla

Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Snjóflóð lokar veginum um Ólafsfjarðarmúla.  Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Stórhríð er í Köldukinn, á Tjörnesi og áfram til Raufarhafnar – og þæfingsfærð á köflum. Ófært er yfir Hófaskarð og Hálsa en einnig Brekknaheiði og í Bakkafirði.

Mikil lausamjöll er á leiðum frá Akureyri á Húsavík og á Mývatn.  Þar mun skafa með hvassri V-áttinni í allan dag.

Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hafa fellt niður skólaakstur í dag vegna óveðurs og snjóflóðahættu og fellur því hefðbundin kennsla niður í dag.