Í gær var skafrenningur í suðvestanátt og féllu nokkur snjóflóð í nágrenni við Dalvík og utan þéttbýlis við Ólafsfjörð, en ekki var tilkynnt um nein snjóflóð við Siglufjörð. Stærsta flóðið var í A-vísandi hlíð í Mjóageira í Bæjarfjalli við Dalvík. Á föstudag fór flóð af mannavöldum í Hlíðarfjalli á Akureyri. Í dag er spáð snjókomu í norðaustanátt. Það þarf því að gera ráð fyrir óstöðugum vindflekum til fjalla. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands sem gildir til 27. febrúar, er töluverð hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga.