Allstór flóð féllu úr Strengsgiljum við Siglufjörð og yfir Ólafsfjarðarveg aðfaranótt sunnudags. Talsvert hefur bætt á snjó síðustu daga, í köldu veðri svo snjór er léttur og skefur auðveldlega. Snjóflóðahætta er talin mikil á utanverðurm Tröllaskaga, og búist er við að hún aukist enn frekar í djúpri lægð á mánudag. Útivistarfólk er beðið um að fara varlega, fólk á ferð í brattlendi getur sett af stað snjóflóð.

Nokkur snjóflóð hafa fallið síðustu sólarhringa á Ólafsfjarðarveg, Siglufjarðarveg og við Siglufjörð.

Nokkur flekaflóð féllu við og á Ólafsfjarðarveg 4. febrúar og tvö snjóflóð fóru yfir Siglufjarðarveg.

Frá þessu var greint á vef Veðurstofunnar í morgun.

Myndir með frétt: Linda Lea Bogadóttir.